Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. desember 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Mismunandi hegðun og mismunandi menntun
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur sett spurningamerki við hegðun og menntun leikmanna Manchester City eftir fagnaðarlæti þeirra eftir grannaslaginn um síðustu helgi.

Leikmenn Manchester City fögnuðu sigrinum með því að spila háværa tónlist inn í klefa. Opið var inn í klefann þegar Jose Mourinho labbaði framhjá á leið sinni í viðtöl.

Mourinho kallaði eitthvað inn í klefa og í kjölfarið fóru hann og Ederson að rífast. Þá varð allt vitlaust og leikmenn beggja liða blönduðu sér í slaginn.

Mjólk var hellt yfir Mourinho og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri City, fékk skurð í andlitið eftir að plastflösku var kastað í hann.

Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Bournemouth á morgun. Hann ætlaði ekki að tjá sig um lætin í leiknum á sunnudag en ákvað svo að segja nokkur orð.

„Að mínu var þetta bara spurning um mismunandi hegðun og mismunandi menntun. Þetta var bara spurning um það en ekkert meira," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner