þri 12. desember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ég er ekki leikari
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki þurfa að taka nein orð til baka eftir viðtalið sem hann fór í hjá Sky eftir 1-1 jafnteflið gegn Everton á sunnudag.

Klopp var brjálaður yfir vítaspyrnunni sem dæmd var á Liverpool í leiknum og hann lét skoðun sína í ljós í viðtalinu.

„Ég myndi gefa eins viðtal núna. Ég held að ég myndi vilja koma sömu upplýsingum á framfæri," sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„En auðvitað er ég fullkomlega rólegur núna. Viðtalið var fimm mínútum eftir leik og þá var ég ekki rólegur."

„Ég notaði engin orð sem ég þarf að taka til baka eða eitthvað svoleiðis. Ég var ekki ánægður með viðtalið en ég er nokku viss um að ég gæti ekki breytt viðtalinu því mér leið svona á þessu augnabliki."

„Ég er ekki leikari svo ég get ekki hegðað mér öðruvísi. Ég get reynt að vera það rólegur að ekkert alvarlegt gerist í svona aðstöðu."

„Þetta var bara viðtal. Ég held að enginn horfi til baka og hugsi 'þetta var kostulegt'."

Athugasemdir
banner
banner
banner