þri 12. desember 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Joe Hart fastur á bekknum
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, segir að Adrian verði áfram markvörður númer eitt en segir að Joe Hart muni þó fá „fullt af leikjum".

Adrian fékk tækifærið gegn Manchester City þar sem Hart mátti ekki spila leikinn. Spánverjinn stóð sig vel og var aftur í rammanum gegn Chelsea um síðustu helgi. Hamrarnir unnu þar óvæntan sigur.

„Joe mun spila fullt af leikjum fyrir West Ham. Hann er hér á lánssamningi en fer ekkert til baka á þessu tímabili. Vonandi heldur Adrian áfram að spila vel. Það koma leikir fyrir Joe og ég er heppinn að hafa harða samkeppni um markvarðarstöðuna," segir Moyes.

„Joe er flottur gaur og er góður fyrir okkur í klefanum. Hann hefur mikla reynslu."

Talað er um að Joe Hart gæti misst sæti sitt í enska landsliðinu með því að vera á bekknum hjá West Ham.

„Mitt starf er að velja liðið hjá West Ham, ekki enska landsliðið. Gareth Southgate veit alveg hvað hann vill."

West Ham á leik gegn Arsenal á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner