Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. desember 2017 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Akraborgin 
Alfreð finnur fyrir áhuga en ætlar ekki að skipta um lið
Mynd: Getty Images
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason hefur farið mikinn með þýska liðinu Augsburg á tímabilinu.

Hann hefur verið í fantaformi og raðað inn mörkum. Í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær segist hann vita af áhuga frá stærri liðum en Augsburg er.

„Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga," sagði Alfreð „Sérstaklega í byrjun tímabilsins, það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu."

Alfreð er þó ekki farinn að hugsa sér til hreyfinga, sérstaklega í ljósi þess að framundan er HM með Íslandi næsta sumar.

„Ég er búinn að upplifa það svo oft að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er varafyrirliði í ár."

„Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag."


Athugasemdir
banner
banner
banner