Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. desember 2017 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg á sínum stað gegn Stoke
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem fær Stoke í heimsókn í kvöld.

Jóhann Berg hefur verið funheitur að undanförnu og er búinn að vera duglegur að leggja upp þó hann eigi enn eftir að skora sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.

Burnley vann Watford í síðasta deildarleik sínum um helgina 1-0 og Sean Dyche, stjóri liðsins, kýs að gera engar breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim sigri.

Jóhann Berg er því áfram á sínum stað.

Hjá Stoke fær sóknarmaðurinn stóri og stæðilegi Peter Crouch tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Byrjunarlið Burnley: Pope, Bardsley, Long, Ward, Tarkowski, Defour, Cork, Jóhann Berg, Hendrick Arfield, Wood.
(Varamenn: Lindegaard, Taylor, Vokes, Barnes, Westwood, Ulvestad, Wells)

Byrjunarlið Stoke: Butland, Zouma, Shawcross, Cameron, Pieters, Allen, Fletcher, Sobhi, Crouch, Diouf, Shaqiri.
(Varamenn: Grant, Wimmer, Berahino, Choupo-Moting, Afellay, Adam, Edwards)

Leikir kvöldsins:
19:45 Burnley - Stoke
20:00 Huddersfield - Chelsea (Stöð 2 Sport)
20:00 Crystal Palace - Watford



Athugasemdir
banner
banner