Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. desember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Dybala á að fórna einkalífinu og æfa eins og brjálæðingur"
Mynd: Getty Images
Pavel Nedved, varaforseti Juventus og fyrrum leikmaður liðsins, hefur hvatt Argentínumanninn Paulo Dybala til að færa fórnir í einkalífinu og einbeita sér meira að fótboltanum.

Dybala hefur ekki verið góður að undanförnu og aðeins skorað eitt mark í síðustu átta leikjum Juventus.

Massimiliano Allegri valdi hann ekki í byrjunarliðið gegn Inter Milan um síðustu helgi í leik sem endaði með markalausu jafntefli og að mati Nedved eru mál utan fótboltans að trufla Dybala.

„Hann er 24 ára og það er eðlilegt að frammistaða hans sé upp og niður. Hann er augljóslega leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn," sagði Nedved við Sky Sports á Ítalíu.

„Mitt ráð til hans er að einbeita sér að fótboltanum, fórna fullt af hlutum í einkalífinu og æfa eins og brjálæðingur."
Athugasemdir
banner
banner
banner