Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 12. desember 2017 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr talar við stuðningsmenn Lokeren á íslensku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska félagið Lokeren birtir í dag skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem íslenski landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason skartar aðalhlutverkinu.

Ari Freyr sendir þar skilaboð á stuðningsmenn Lokeren, og gerir hann það á íslensku!

„Fótbolti er ekkert án stuðningsmanna," er það fyrsta sem Ari segir í myndbandinu, en hann kannast vel við það eftir að hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Framundan á laugardaginn hjá Lokeren er erfiður leikur gegn Waas­land Bev­eren, sem er nágrannalið félagsins.

Ari Freyr er byrjunarliðsmaður hjá Lokeren og kemur til með að byrja leikinn ef allt er eðlilegt.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar Ari Freyr hvetur stuðningsmenn Lokeren áfram á íslensku. Til þess að Belgarnir skilji hvað Ari segir er búið að texta myndbandið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner