Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. desember 2017 13:21
Elvar Geir Magnússon
Saklaust kaffihús fékk að kenna á því
Leikmenn Lazio reyna að fá Piero Giacomelli til að skipta um skoðun.
Leikmenn Lazio reyna að fá Piero Giacomelli til að skipta um skoðun.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Lazio voru trylltir út í Piero Giacomelli dómara eftir að liðið tapaði fyrir Torino í ítölsku A-deildinni í vikunni.

Einhver stuðningsmaðurinn taldi sig hafa fundið það út að Giacomelli ætti kaffihús, stað sem kallast Caffè Rossetti í heimabæ hans, Trieste.

Stuðningsmenn Lazio flykktust í kjölfarið á vefsíðuna Tripadvisor og gáfu umræddu kaffihúsi verstu mögulegu dóma svo meðaleinkunn þess hrapaði niður í aðeins eina stjörnu.

Giacomelli er þó ekki lengur eigandi kaffihússins en hann seldi það fyrr á þessu ári.

„Kokkurinn sendi okkur máltíð sem var erfitt að kyngja. Ég og vinir mínir kvörtuðum mikið en hann sendi okkur bara burt en lét okkur samt borga háan reikning," er meðal umsagna um kaffihúsið sem stuðningsmaður Lazio skrifaði.

„Þetta átti að vera gott kvöld en allt var eyðilagt af manni sem er ekki fær um að sinna sínu starfi," skrifaði annar.

Giacomelli rak Ciro Immobile af velli í leiknum og sleppti því að dæma vítaspyrnu sem Lazio kallaði eftir. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að nýta sér ekki myndbandstæknina í því tilfelli.

Hjá Lazio eru ýmsar samsæriskenningar í gangi og talað um að hjá félaginu hafi verið rætt um að draga liðið úr keppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner