Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 14:20
Elvar Geir Magnússon
Dortmund að bíða eftir Nagelsmann?
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund kom fótboltaheiminum á óvart með því að ráða Peter Stöger sem nýjan þjálfara liðsins. Stöger fékk samning út tímabilið og telur þýska blaðið Bild að hann sé bara ráðinn til bráðabirgða.

Kenningar eru uppi um að Dortmund sé að bíða eftir Julian Nagelsmann, þjálfara Hoffenheim, sem er sagður vera tilbúinn að taka við næsta sumar.

Nagelsmann er þrítugur og hefur náð eftirtektaverðum árangri með Hoffenheim.

Hver er Peter Stöger?
„Þetta kemur fólki á óvart, mér líka," sagði Stöger þegar hann var ráðinn þjálfari Dortmund eftir að Peter Bosz var rekinn.

Stöger var rekinn á dögunum sem þjálfari Köln en honum tókst ekki að vinna leik með liðinu og það situr í neðsta sæti deildarinnar. Margar augabrúnir lyftust því þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari Dortmund.

Forráðamenn Dortmund eru ekki að dæma Stöger á þessu tímabili heldur á fyrri árangri með Köln þar sem hann kom liðinu upp í efstu deild og náði að festa það í sessi þar.

Stöger vann fyrsta leik sinn sem stjóri Dortmund í gær.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner