mið 13. desember 2017 14:45
Elvar Geir Magnússon
Zlatan segir Guardiola barnalegasta þjálfara sem hann hafi unnið með
Zlatan er ekki hrifinn af Guardiola.
Zlatan er ekki hrifinn af Guardiola.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, segir að Pep Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hafi unnið með.

Það er vel þekkt að samband Zlatan og Guardiola varð fljótlega vont þegar þeir voru saman hjá Barcelona.

„Fyrstu sex mánuðirnir voru fullkomnir, svo breytti stjórinn leikkerfinu og það virkaði illa fyrir mig. Ég fór og ræddi við hann," segir Zlatan.

„Ég sagði honum að ég teldi að hann væri að fórna ákveðnum leikmönnum fyrir einn leikmann, Lionel Messi. Hann var ósammála en skildi sjónarmið mitt. Hann sagðist ætla að leysa þetta og ég taldi að allt myndi lagast."

„Leikinn á eftir var ég á bekknum. Ég sagði ekkert heldur lagði bara meira á mig. Næsta leik á eftir var ég aftur á bekknum. Hann talaði ekkert við mig og ég fékk ekki útskýringar. Næstu leiki á eftir var ég líka á bekknum."

„Mér fannst þetta furðulegt. Hann hætti að tala við mig og horfði ekki einu sinni til mín. Ég fór inn í herbergi og hann gekk út úr því. Hann var ekki slæm persóna en barnalegasti þjálfari sem ég hef kynnst. Alvöru maður leysir vandamálin."
Athugasemdir
banner
banner
banner