Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. desember 2017 15:23
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Man Utd gerði stuðningsmenn reiða
Gomes spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United í maí á þessu ári. Hann kom þá inn fyrir Wayne Rooney.
Gomes spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United í maí á þessu ári. Hann kom þá inn fyrir Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Angel Gomes, sautján ára leikmaður Manchester United, gerði stuðningsmenn United reiða með því að líka við mynd á Instagram sem við stóð 'Manchester er blá'.

Brahim Diaz, leikmaður í unglingaliði Manchester City, birti myndina en þar má sjá leikmenn City fagna 2-1 sigrinum í grannaslagnum gegn United um liðna helgi.

Það að Gomes hafi ýtt á „læk" vakti ekki mikla gleði hjá einhverjum stuðningsmönnum United. Einhverjir kölluðu eftir því að leikmaðurinn yrði seldur hið snarasta.

„Hefði þetta gerst fyrir tíu árum hefðu menn eins og Rio Ferdinand og Gary Neville krossfest hann fyrir þetta. Eftir að hafa sagt það þá höfum við ekki þannig karaktera lengur," skrifaði einn stuðningsmaðurinn.

Gomes svaraði gagnrýninni í dag með því að setja mynd af sér á Instagram og lét fylgja tvö rauð hjörtu. Rétt til að það væri á hreinu að hjarta hans slær með Rauðu djöflunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner