Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. desember 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette um möguleika Arsenal: Þyrftum kraftaverk
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette segir að möguleikar Arsenal á Englandsmeistaratitlinum séu svo gott sem horfnir.

Það eru 16 leikir búnir og Arsenal er sem stendur 17 stigum frá toppliði Manchester City.

„Það verður mjög flókið verk fyrir okkur að vinna titilinn," sagði Lacazette í samtali við Sky Sports.

„Við þyrftum kraftaverk. City þyrfti að tapa mörgum leikjum og við vitum hvernig þeir hafa verið að spila. Markmiðið var alltaf að komast aftur í Meistaradeildina."

Lacazette var keyptur til Arsenal frá Lyon í sumar fyrir metfé. Hann hefur skorað átta mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu.

Lacazette verður í eldlínunni ásamt liðsfélögum sínum seinna í kvöld þegar Arsenal mætir West Ham kl. 20:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner