Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. desember 2017 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári skoraði í öruggum sigri
Kári fagnar hér marki með íslenska landsliðinu.
Kári fagnar hér marki með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
St. Johnstone 0 - 3 Aberdeen
0-1 Adam Rooney ('20)
0-2 Kári Árnason ('33)
0-3 Ryan Christie ('60)

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason var á skotskónum í skosku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann kom Aberdeen í 2-0 gegn St. Johnstone á útivelli. Kári lúrði á fjærstönginni eftir hornspyrnu og skilaði knettinum í netið. Þetta er annað mark Kára fyrir Aberdeen á tímabilinu.

Staðan var 2-0 í hálfleiknum en eftir stundarfjórðung skoraði Aberdeen þriðja markið og þar við sat.

Aberdeen er í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá toppliði Celtic sem á líka leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner