Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. desember 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso segir Donnarumma ekki vera skrímsli
Gattuso kemur Donnarumma til varnar.
Gattuso kemur Donnarumma til varnar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, hefur sent skilaboð á stuðningsmenn félagsins. Hann vill að þeir hætti að baula á markvörðinn efnilega Gianluigi Donnarumma.

Sjá einnig:
Bauluðu hátt á Donnarumma

Donnarumma fékk að heyra það í kvöld. Stuðningsmenn Milan bauluðu á hann og sungu niðrandi söngva um hann. Einnig voru stuðningsmennirnir með borða á vellinum þar sem Donnarumma var hvattur til þess að yfirgefa félagið sem fyrst.

Ástæðan fyrir þessu er sú að ítalskir miðlar hafa greint frá því að markvörðurinn ungi sé óánægður í Mílanó og vilji komast burt.

„Hann er 18 ára pjakkur, auðvitað var honum brugðið," sagði Gattuso eftir leikinn í kvöld. „Ég get aðeins þakkað honum fyrir það sem hann hefur verið að gera fyrir okkur. Miðað við aldur þá er hann besti markvörður í heiminum."

„Ég mun verja hann og gefa honum alla þá vörn sem hann þarf. Ég virði stuðningsmennina, en hann var fúll í mig í fjóra daga vegna þess að ég skildi hann eftir heima þegar við fórum til Króatíu. Hann hefur aldrei sleppt æfingu, hvað þá leik."

„Fólk þarf að skilja það hvort að hann vilji fara eða ekki. Hann hefur ekki sagt við mig að hann vilji fara."

„Mér líður hræðilega yfir þessu. Fólk er að mála hann sem skrímsli og hann á það ekki skilið. Sem betur fer voru bara 9 þúsund manns á vellinum, ekki 50 þúsund."

Donnarumma var sagður ósáttur í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning. Nú er hann hins vegar aftur í fréttunum og það eru stuðningsmenn félagsins allt annað en sáttir með.
Athugasemdir
banner
banner
banner