Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 14. desember 2017 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solanke fagnaði: Dómarinn skipti um skoðun
Solanke hélt að hann væri að tryggja Liverpool sigur.
Solanke hélt að hann væri að tryggja Liverpool sigur.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Dominic Solanke taldi sig vera að skora sigurmarkið fyrir Liverpool gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Solanke fékk boltann í höndina áður en hann kom honum í netið.

Solanke fagnaði markinu vel og innilega áður en hann komst að því að það hefði verið dæmt af.

„Boltinn fór í bringuna mína áður en hann strauk höndina," sagði Solanke eftir leikinn. „Dómarinn dæmdi markið af en þessu fylgdi mikil óheppni."

„Ég hélt fyrst að hann hefði leyft markinu að standa. Ég fagnaði. Ég veit ekki hvers vegna hann skipti um skoðun, en það sem skiptir máli er að hann skipti um skoðun."

„Ég hélt ég hefði unnið leikinn fyrir okkur. Það er ekki gaman að fagna og komast svo að því að markið hafi verið dæmt af."

Sjá einnig:
Sjáðu markið sem var dæmt af Liverpool
Athugasemdir
banner
banner