Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garðar Jó leggur skóna á hilluna - „Gæti leikið mér í bumbubolta"
Garðar í leik með KR í sumar.
Garðar í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Framherjinn Garðar Jóhannsson hefur lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net fyrir stuttu.

„Ég er steinhættur," sagði Garðar þegar Fótbolti.net náði af honum tali í dag. Garðar sat með Ólafi Páli Snorrasyni, þjálfara Fjölnis, og grínaðist fyrst með það að þeir væru í viðræðum, en svo tók hann það fram að hann væri hættur.

Garðar ætlaði að hætta eftir tímabilið í fyrra en eftir að hafa rætt við Willum Þór Þórsson, þáverandi þjálfara KR, ákvað hann að halda áfram og taka tímabilið með KR-ingum.

Garðar, sem er 37 ára, spilaði 14 leiki í deild og bikar í sumar án þess að skora mark.

Hann er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur einnig leikið með KR, Fylki og Val hér á landi. Hann fór út í atvinnumennsku, þar sem hann spilaði með Fredrikstad og Strømsgodset í Noregi, sem og Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann kom aftur heim árið 2011.

Í nóvember á síðasta ári gekk hann í raðir KFG í 3. deildinni áður en hann fór til KR. Hann útilokar ekki að spila í 3. eða 4. deild næsta sumar.

„Ég gæti spilað í 3. eða 4. deildinni eða leikið mér í bumbubolta. En eitthvað fyrir ofan, ekki séns."

Hann kveðst ánægður með það sem hann hefur afrekað á ferlinum.

„Ég er mjög sáttur og geng sáttur frá borði," sagði Garðar að lokum. Garðar lék átta landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner