Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. desember 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfti að svara fyrir sig eftir að hafa verið á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Thomas Christiansen tók við Leeds í sumar og hefur verið að gera ágætis hluti með liðið.

Hann hefur nú þurft að koma sjálfum sér til varnar eftir að hafa mætt á leik Manchester United og Manchester City um liðna helgi. Það er rígur á milli Man Utd og Leeds.

Stuðningsmenn Leeds voru því ekki sáttir með að sjá stjóra sinn í stúkunni á Old Trafford.

Christiansen hefur nú sagt frá því hvers vegna hann var á leiknum.

„Sonur minn vildi sjá Man City spila, ég spilaði hjá Barca með Pep Guardiola og við höfum gaman að úrslitunum. Ég stend með Leeds," skrifaði hann á Twitter.

Áður hafði eigandi Leeds, Andrea Radrizzani, stokkið þeim danska til varnar eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner