Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Al Jazira með stjörnur í augunum
Mynd: Getty Images
Al Jazira frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum gaf Real Madrid alvöru leik í undanúrslitum HM félagsliða í gær.

Romarinho kom Al Jazira yfir rétt fyrir hálfleik en í seinni hálfleiknum kom Real til baka og vann 2-1. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale skoruðu mörkin fyrir Real Madrid.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn Al Jazira fá tækifæri til að spila gegn stjörnum eins og eru í liði Real Madrid. Þeir nýttu því tækifæri til hins ýtrasta.

Fyrir leik fékk Ahmed Al Hashmi, leikmaður Al Jazira, að taka mynd með nokkrum leikmönnum Real Madrid. Hann reif upp símann og tók "sjálfu" með Marco Asensio og félögum.

Markaskorarinn Romarinho gat svo ekki beðið lengur en í hálfleik með að fá treyju frá leikmanni Real Madrid.

Það er óhætt að segja að leikmenn Al Jazira hafi verið með stjörnur í augunum.

Sjá einnig:
Kölluðu „Messi, Messi, Messi" í átt að Ronaldo



Athugasemdir
banner
banner