Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. desember 2017 16:33
Magnús Már Einarsson
Argentínsk sjónvarpsstöð mætti til Eyja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Menn frá sjónvarpsstöðinni TYC Sports í Argentínu mættu til Vestmannaeyja á mánudaginn til að taka viðtal við Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara en Eyjafréttir greina frá þessu.

Ísland er í riðli með Argentínu á HM næsta sumar og viðtalið var af því tilefni.

Í síðustu viku voru sömu menn í Barcelona að taka viðtal við Lionel Messi áður en þeir héldu til Íslands til að ræða við Heimi.

Þáttastjórnandinn Gaston Recondo sagði við Eyjafréttir að aldrei hefði hann átt von á því að Argentína myndi spila við Ísland og að þeir hefðu lítið vitað um liðið fyrir Evrópukeppnina.

Heimir mætti sjálfur upp á flugvöll til að sækja mennina og bauð þeim heim til sín til að taka viðtalið, viðtökur sem þeir áttu ekki von á.
Athugasemdir
banner
banner