Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. desember 2017 16:41
Magnús Már Einarsson
Yvan Erichot í ÍBV (Staðfest)
Yvan Erichot (til vinstri) í leik með Sint-Truiden í Belgíu.
Yvan Erichot (til vinstri) í leik með Sint-Truiden í Belgíu.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur fengið franska varnarmanninn Yvan Erichot til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar. Yvan er 27 ára gamall en hann ólst upp í hinni þekktu Mónakó akademíu.

Yvan er fljótur miðvörður en hann spilaði 19 leiki með Leyton Orient í ensku C-deildinni á síðasta tímabili. Fyrr á þessu ári samdi hann við Pafos á Kýpur.

Hann á einnig að baki 82 leiki í tveimur efstu deildum Belgíu en þar lék hann með Sint-Truidense.

ÍBV hefur misst miðverðina David Atkinson og Hafstein Briem frá síðasta tímabili en Yvan á að hjálpa til við að fylla skarð þeirra.

„Félagið telur að um góðan liðsstyrk sér að ræða fyrir komandi leiktíð," segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.

Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Yvan Erichot frá Pafos

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem
Jónas Þór Næs
Mikkel Maigaard Jakobsen
Pablo Punyed í KR
Renato Punyed
Athugasemdir
banner
banner