Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 14. desember 2017 20:00
Ingólfur Stefánsson
Heimild: BBC 
Enska knattspyrnusambandið krefst útskýringa frá Mourinho
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur krafist útskýringa frá Jose Mourinho þjálfara Manchester United í kjölfar ummæla hans fyrir leik liðsins gegn Manchester City um síðustu helgi.

Mourinho gaf í skyn að leikmenn Manchester City létu sig detta auðveldlega með því að segja: „Smá vindur og þeir detta."

Mourinho hefur tíma til 18:00 næstkomandi mánudag til að gefa knattspyrnusambandinu svör.

Manchester United tapaði leiknum 2-1 og mistókst að minnka forskot City á toppnum sem er nú 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner