banner
   fös 15. desember 2017 06:00
Ingólfur Stefánsson
Allardyce: Framtíð Barkley ekki í mínum höndum
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce þjálfari Everton segir að framtíð miðjumannsins Ross Barkley sé ekki í hans höndum og stjórnarmenn Everton muni ákveða hvort Barkley fái að yfirgefa félagið í janúar.

Barkley hefur ekki enn spilað leik fyrir Everton á tímabilinu vegna meiðsla en sneri nýlega aftur til æfinga hjá liðinu.

Chelsea voru nálægt því að fá leikmanninn í lok félagsskiptagluggans í sumar og eru taldir líklegastir í baráttunni um leikmanninn.

„Þetta er erfið staða og ég hef ekki náð að koma mér alveg inn í málið. Ég stjórna ekki því hvernig þetta endar," segir Allardyce.

Allardyce segist skilja það ef klúbburinn neyðist til að selja hann í janúar ef hann ætlar sér ekki að skrifa undir nýjan samning hjá Everton.

„Ef hann verður hjá okkur þangað til í lok tímabilsins og leggur sig allan fram, líkt og hann hefur alltaf gert, þá mun hann nýtast liðinu vel áður en hann fer frítt. Það væri leiðinlegt en gæti gerst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner