banner
   fös 15. desember 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Menn fengu að heyra það í klefanum hjá Newcastle
Jamaal Lascelles.
Jamaal Lascelles.
Mynd: Getty Images
Jamaal Lascelles, leikmaður Newcastle, segir að hörð orð hafi verið látin falla í búningsklefanum eftir að liðið tapaði sínum sjöunda leik af síðustu átta.

Newcastle tapaði gegn Everton á heimavelli á miðvikudaginn.

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið rólegt. Ískaldur sannleikurinn var sagður en staðreyndin er sú að við erum ekki í góðri stöðu. Ég tel að menn hafi þurft að fá að heyra það sem þeir vilja ekki heyra. Vonandi skilar þetta viðbrögðum," segir Lascelles.

Rafa Benítez og lærisveinar hafa aðeins náð í eitt stig af síðustu 24 mögulegum. Newcastle mætir Arsenal á morgun laugardag.

Viðræður eru um eigendaskipti á félaginu og virðast skiptin vera að ganga í gegn samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla.

„Þegar slæmu úrslitin halda áfram að hrannast upp þá hefur það áhrif á sjálfstraustið. En þá er ekkert annað í stöðunni en að sýna karakter og koma út úr skelinni. Með þennan stjóra og þennan leikmannahóp getum við klárlega komist á beinu brautina," segir Lascelles en hann segir að umræðan um eigendaskiptin séu ekki að trufla liðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner