Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. desember 2017 20:30
Ingólfur Stefánsson
Ólafur Ingi: Frábær reynsla að mæta Messi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason hefur trú á því að Ísland geti komist upp úr riðli sínum á Heimsmeistarakeppninni næsta sumar. Íslendingar drógust í riðil með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

Ólafur Ingi segir að íslenski hópurinn sé mjög spenntur fyrir verkefninu og elski að fá almennilega áskorun á mótinu. Hann segir að markmiðið sé að komast í útsláttarkeppnina í samtali við Goal.com.

„Erlendir fjölmiðlar töluðu um hvað við værum óheppnir með riðil en þetta er nákvæmlega eins riðill og við viljum."

„Við viljum spila við Argentínu. Þvílíkur fyrsti leikur fyrir Ísland á HM. Að mæta Argentínu og Messi í Moskvu verður frábær reynsla."


Íslendingar þekkja Króata ansi vel en liðin voru saman í riðli í undankeppni mótsins ásamt því að Króatar slógu Íslendinga úr leik í umspili fyrir Heimsmeistarakeppnina árið 2014.

„Við vitum að við getum unnið Króata. Við erum búnir að mæta þeim það oft að það fer að verða þreytt. Þeir eru auðvitað frábært lið og við þurfum að spila okkar besta leik til að vinna þá."

„Nígería er svo besta lið Afríku í augnablikinu. Þeir eru gífurlega sterkir. En við höfum trú á okkur og markmiðið er að enda í öðru af tveimur efstu sætunum."

Athugasemdir
banner
banner