lau 16. desember 2017 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl.is 
Flestir uppaldir hjá Breiðabliki og ÍA
19 Skagamenn spiluðu með ÍA.
19 Skagamenn spiluðu með ÍA.
Mynd: Raggi Óla
„ÍA og Breiðablik áttu flesta leik­menn í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu á keppn­is­tíma­bil­inu 2017. Þetta kem­ur í ljós þegar farið er yfir bak­grunn allra leik­manna sem spiluðu í deild­inni á ár­inu," segir í umfjöllun sem Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður, tók saman í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

ÍA og Breiðablik áttu hvort um sig 21 uppaldan leikmann sem lék í Pepsi-deildinni í sumar.

Hjá ÍA léku aðeins tveir af þessum 21 ekki hjá félaginu. Andri Adolphsson var í Íslandsmeistaraliði Vals og Arnþór Ingi Kristinsson sinnti góðu starfi á miðjunni hjá Víkingi Reykjavík.

Sex Blikar léku ekki í Kópavoginum. Þar af voru tveir hjá KR, Finnur Orri Margeirsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og tveir hjá KA, Guðmann Þórisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Stjarnan kemur svo í þriðja sætinu hvað varðar uppalda leikmenn í Pepsi-deildinni með 15 leikmenn. Ellefu af þessum 15 leikmönnum léku með Stjörnunni í sumar.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner