Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. desember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona "benti" Real Madrid á Mbappe
Mynd: Getty Images
Real Madrid ákvað að líta fram hjá Kylian Mbappe og leyfa honum að fara til Paris Saint-Germain í sumar vegna Cristiano Ronaldo. Þetta segir argentíska goðsögnin Diego Maradona.

Hinn 18 ára gamli Mbappe var orðaður við Real Madrid, PSG og fleiri lið eftir frábært tímabil sitt með Mónakó á síðasta tímabili þar sem hann hjálpaði liðinu að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar ásamt því að sigra frönsku úrvalsdeildina.

Real Madrid fundaði með Mónakó með það í huga að kaupa Mbappe. Það varð hins vegar ekkert af því, jafnvel þótt Maradona hafi ráðlagt Madrídarliðinu að taka í gikkinn.

„Mbappe verður bestur í heimi, hann getur tekið fram úr mörgum," sagði Maradona við AS.

„Af hverju keypti Real Madrid hann ekki? Ég sagði Florentino (Perez, eiganda Real Madrid) að kaupa Mbappe. Hann sagði við mig að hann væri með Cristiano."

Mbappe varð leikmaður PSG á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann mun kosta Parísarliðið 160 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner