Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. desember 2017 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð skoraði þrennu - Tvö í uppbótartíma
Alfreð átti magnaðan leik.
Alfreð átti magnaðan leik.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Augsburg gerði markajafntefli gegn Freiburg í dag.

Alfreð skoraði fyrsta mark eftir tæpa mínútu. Svo datt Freiburg í gírinn og innan skamms var staðan orðin 3-1 fyrir gestina.

Allt stefndi í sigur Freiburg, en þá minnkaði Alfreð muninn í 3-2. En var tími fyrir jöfnunarmark? Heldur betur! Alfreð ákvað bara að jafna metin með tveimur mörkum í uppbótartíma!

Lokatölur 3-3 og stuðningsmenn Augsburg mun syngja nafn Alfreðs lengi í dag.

Augsburg er í níunda sæti en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir stutt vetrarfrí.

Bayern lenti í vandræðum með Stuttgart en vann samt 1-0. Köln vann líka 1-0 gegn Wolfsburg, Werder Bremen og Mainz gerðu 2-2 jafntefli og það sama var uppi á teningnum hjá Eintracht Frankfurt og Schalke 04.

Koln 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Christian Clemens ('67 )

Werder 2 - 2 Mainz
1-0 Philipp Bargfrede ('2 )
2-0 Ishak Belfodil ('17 )
2-1 Robin Quaison ('70 )
2-2 Fabian Frei ('90 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Schalke 04
1-0 Luka Jovic ('1 )
2-0 Sebastien Haller ('65 )
2-1 Breel Embolo ('82 )
2-2 Naldo ('90)

Augsburg 3 - 3 Freiburg
1-0 Alfred Finnbogason ('1 )
1-1 Christian Gunter ('20 )
1-2 Nils Petersen ('48 )
1-3 Nils Petersen ('65 )
2-3 Alfred Finnbogason ('90 )
3-3 Alfred Finnbogason ('90 )

Stuttgart 0 - 1 Bayern
0-1 Thomas Muller ('79 )
0-1 Chadrac Akolo ('90 , Misnotað víti)





Athugasemdir
banner
banner