Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. desember 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð þarf bara eitt mark í viðbót
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason þarf bara eitt mark í viðbótar til að jafna markamet hjá Augsburg, tvö til að bæta það.

Alfreð fór á kostum í gær og skoraði þrennu í 3-3 jafntefli gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni. Fyrsta mark Alfreðs kom eftir 59 sekúndur og hin tvö á 91. og 93. mínútu.

Sjá einnig:
Sjáðu ótrúlega þrennu Alfreðs

Alfreð hefur nú skorað 11 mörk á tímabilinu í þýsku Bundesligunni, en aðeins Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski hafa skorað fleiri mörk en sá íslenski

Að hann sé kominn 11 mörk er stórt hjá Augsburg því 12 mörk er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað á einu tímabili hjá félaginu. Það gerði Andre Hahn.

Nú eru allar líkur á því að Alfreð bæti þetta met.



Athugasemdir
banner
banner
banner