Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. desember 2017 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Vil þakka félaginu fyrir þessa leikmenn
Mynd: Getty Images
„Þetta var fínt, gott, á móti liði sem reynir að vera áræðið án boltans," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 4-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þeir eru með mikil gæði í sínu liði, en við spiluðum mjög vel og unnum eitt besta lið ensku deildarinnar."

„Við erum auðmjúkir þegar við erum án boltans. Frammistaða Kevin de Bruyne, þú getur ímyndað þér hversu vel hann spilar með boltann, en hann hleypur eins og hann sé í utandeildinni. Það gerir starf mitt auðveldara," sagði Guardiola.

City er enn taplaust, liðið hefur unnið 17 leiki og gert eitt jafntefli.

„Þetta hefur verið magnað frá því í ágúst, ég dáist mest að því hvernig við erum án boltans. Ég vil þakka félaginu fyrir að færa mér þessa mögnuðu leikmenn sem eru hérna."

„Við erum á góðu skriði, næsti leikur er eftir þrjá daga."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner