Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. desember 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Taka ekki áhættu með Dembele á Þorláksmessu
Mynd: Getty Images
Í næstu viku er stór dagur, El Clasico á Þorláksmessu. Real Madrid og Barcelona etja kappi á Santiago Bernabeu í hádeginu.

Sparkspekingar á Spáni hafa verið að velta því fyrir sér hvort hinn franski Ousmane Dembele geti spilað fyrir leikinn, en nú hefur Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, staðfest að hann geti það ekki.

Dembele er orðinn góður af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann undanfarnar vikur og hefur hann verið að æfa með Börsungum. Valverde ætlar þó ekki að taka áhættu á bakslagi.

„Dembele er góður. Hann er farinn að gera meira með hópnum en getur ekki klárað allar æfingarnar."

„Við teljum að hann geti spilað í janúar, annað væri áhætta."

Dembele, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Barcelona frá Borussia Dortmund í sumar fyrir metfé, eða 138 milljónir punda. Hann lék aðeins tvo deildarleiki áður en hann meiddist í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner