Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. desember 2017 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Torres reyndist hetja Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Fernando Torres gerði sigurmark Atletico Madrid þegar liðið mætti Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Torres kom inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Hann var fljótur að láta til sín taka og skoraði sigurmark Atletico fimm mínútum eftir að hann hafði komið inn á. Þetta var fyrsta mark Torres á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað einn leik.

Atletico komst upp fyrir Valencia í annað sæti deildarinnar, og þremur stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða. Atletico hefur ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu.

Valencia tapaði fyrr í dag á útivelli gegn Eibar. Joan Jordan skoraði sigurmarkið fyrir Eibar í 2-1 sigri þremur mínútum áður en venjulegur leiktími var á enda.

Athletic Bilbao mætti svo Real Sociedad í Baskalandi en þar var niðurstaðan markalaust jafntefli.

Eibar 2 - 1 Valencia
1-0 Takashi Inui ('49 )
1-1 Santi Mina ('57 )
2-1 Joan Jordan ('87 )

Athletic 0 - 0 Real Sociedad

Atletico Madrid 1 - 0 Alaves
1-0 Fernando Torres ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner