Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 17. desember 2017 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poll: Dele Alli var að reyna að meiða De Bruyne
Mynd: Getty Images
Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, er á því máli að Dele Alli, leikmaður Tottenham, hefði átt að fá rautt spjald í leik Manchester City og Spurs í gær.

Alli átti ljóta tæklingu á Kevin de Bruyne sem hann var harðlega gagnrýndur fyrir.

Poll hefði viljað sjá Alli fjúka út af þar sem „hann var að reyna að meiða andstæðinginn".

„Það hefðu getað verið þrjú rauð spjöld í þessum leik. Otamendi þegar hann fór of hátt með fótinn í Kane, en ég get skilið gult spjald þar. Kane átti líka bara að fá gult fyrir sína tæklingu en tækling Dele Alli var verst af þeim öllum," sagði Poll.

„Hann fer yfir boltann, ég held að hann sé að reyna að meiða leikmanninn. Það er klárlega rautt spjald."

Kevin de Bruyne var sjálfur ekki ósáttur út í Alli.

„Ég var sekúndubroti á undan Dele í boltann og svona gerist, þetta er hluti af fótbolta," sagði De Bruyne.



Athugasemdir
banner
banner
banner