Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. desember 2017 13:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: AC Milan steinlá í Verona
Mynd: Getty Images
Verona 3 - 0 Milan
1-0 Antonio Caracciolo ('24 )
2-0 Moise Kean ('55 )
3-0 Daniel Bessa ('77 )
Rautt spjald: Suso, Milan ('90)

AC Milan tapaði óvænt gegn Hellas frá Verona í hádegisleik ítölsku úrvalsdeildarinnar á þessum sunnudegi.

Hellas Verona var í næst neðsta sæti Seríu A fyrir leikinn en komst yfir eftir 24 mínútur. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Eftir 10 mínútur í seinni hálfleiknum skoraði Moise Kean, lánsmaður frá Juventus, annað mark Verona og Daniel Bessa gerði þriðja markið þegar 77 mínútur voru á klukkunni.

Lokatölur 3-0 en það voru ekki úrslit sem búist var við fyrir leikinn. Milan er í sjöunda sæti með 24 stig á meðan Verona hefur núna 13 stig, er komið upp úr fallsæti, í 17. sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner