Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. desember 2017 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celtic tókst ekki að fara í gegnum 70 leiki án taps
Celtic fór í gegnum 69 leiki án taps!
Celtic fór í gegnum 69 leiki án taps!
Mynd: Getty Images
Hearts 4 - 0 Celtic
1-0 Harry Cochrane ('26)
2-0 Kyle Lafferty ('35)
3-0 Manuel Milinkovic ('48)
4-0 Manuel Milinkovic ('76, víti)

Celtic tapaði loksins fótboltaleik í skosku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði farið í gegnum 69 leiki í röð án þess að tapa, fyrir þennan sunnudag.

Celtic heimsótti Hearts og kom fyrsta markið á 26. mínútu. Það gerði hinn 16 ára gamli Harry Cochrane, en hann líklega mun eftir þessu marki alla sína ævi.

Kyle Lafferty gerði annað mark Hearts og í seinni hálfleiknum gekk Manuel Milinkovic frá slöku liði Celtic.

Lokatölur voru 4-0 og ljóst er að Celtic mun ekki fara í gegnum 70 leiki án taps. Celtic er þó áfram á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Kára Árnasyni og félögum í Aberdeen.

Síðasta tap Celtic fyrir þennan leik kom í maí á síðasta ári.






Athugasemdir
banner
banner
banner