banner
   mán 18. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann hneykslaði marga með 80s búning
Mynd: Twitter/AntoGriezmann
Antoine Griezmann, franskur sóknarmaður Atletico Madrid, varð fyrir harðri gagnrýni þegar hann birti mynd af sér klæddum upp sem svertingja í gærkvöldi.

Griezmann var boðið í 80s búningapartý og ákvað hann að mæta sem meðlimur Harlem Globetrotters.

Hann lét mála sig svartan, fékk afró hárkollu, körfuboltafatnað og mætti einnig með körfubolta í partýið.

Griezmann setti mynd af sér bæði á Twitter og Instagram, en hefði allt eins getað sleppt því miðað við viðbrögðin sem hann fékk.

„Slakið á fólk, ég er mikill aðdáandi Harlem Globetrotters... þetta er tribute," skrifaði Griezmann til að svara fyrstu gagnrýnendum.

„Ég er sammála að þetta kemur sér illa fyrir mig. Ef ég særði einhvern þá biðst ég velvirðingar," skrifaði hann á Twitter og eyddi út myndinni af báðum samfélagsmiðlunum.
Athugasemdir
banner
banner