Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. desember 2017 17:11
Magnús Már Einarsson
Salah og Mane verða í Gana daginn fyrir leik gegn Everton
Salah kemur sterklega til greina í vali á knattspyrnumanni ársins í Afríku.
Salah kemur sterklega til greina í vali á knattspyrnumanni ársins í Afríku.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah og Sadio Mane, leikmenn Liverpool, verða líklega staddir í Gana kvöldið áður en þeir mæta Everton í enska bikarnum föstudaginn 5. janúar næstkomandi.

Salah og Mane eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins í Afríku líkt og Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund.

Salah og Mane vilja ólmir mæta á verðlaunaafhendinguna og samkvæmt frétt Liverpool Echo í dag þá ætlar Jurgen Klopp að gefa þeim leyfi til þess þrátt fyrir að Liverpool eigi leik daginn eftir.

Liverpool ætlar að leigja einkaflugvél sem mun fljúga leikmönnunum aftur til Englands um leið og verðlaunaafhendingunni lýkur.

Um sjö tíma flug er að ræða og leikmennirnir mæta aftur til Liverpool á föstudagsmorgni áður en þeir verða í leikmannahópnum gegn Everton klukkan 19:55 um kvöldið.
Athugasemdir
banner
banner