Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 18. desember 2017 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Gylfi skoraði í góðum sigri
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 1 Swansea
0-1 Leroy Fer ('35)
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('45)
2-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('64)
3-1 Wayne Rooney ('73, víti)

Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik og skoraði mikilvægt mark í 3-1 sigri á sínu fyrrverandi félagi, Swansea City.

Gestirnir frá Wales komust yfir þegar Leroy Fer skoraði eftir skelfilegan varnarleik Everton í hornspyrnu.

Rétt fyrir leikhlé var brotið á Aaron Lennon innan vítateigs og steig Wayne Rooney á vítapunktinn. Lukasz Fabianski varði frábærlega frá Rooney en Dominic Calvert-Lewin var fyrstur til boltans og gengu liðin jöfn til búningsklefa.

Gylfi Þór kom sínum mönnum yfir með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig. Gylfi fékk boltann á vinstri kanti og fór framhjá varnarmanni áður en hann skaut knettinum í fjærhornið þar sem Fabianski kom engum vörnum við.

Það var svo Jonjoe Kenny sem fiskaði aðra vítaspyrnu fyrir Everton og í þetta skiptið brást Rooney ekki bogalistin og innsiglaði hann þannig góðan sigur heimamanna. Brotið átti sér þó líklegast stað utan vítateigs.

Everton er búið að næla sér í tíu stig í fjórum leikjum undir stjórn Sam Allardyce og er í 9. sæti deildarinnar. Swansea er sem fyrr á botninum, fjórum stigum frá öruggu sæti og með aðeins 10 mörk skoruð í 18 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner