Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 01. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Wenger brjálaður: Úrvalsdeildin tekst ekki á við vandamálin
Svekktur.
Svekktur.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var brjálaður yfir vítaspyrnunni sem liðið fékk á sig undir lokin gegn WBA í gær. Mike Dean dæmdi hendi á Calum Chambers og Jay Rodriguez jafnaði úr vítaspyrnunni fyrir WBA.

„Það eru vonbrigði að sjá þetta en havð getur þú gert? Við getum talað og talað og það breytist ekkert," sagði Wenger reiður eftir leik.

Wenger kvartaði einnig yfir þvi að Arsenal hafi spilað á fimmtudaginn og aftur í gær á meðan WBA fékk tvo daga í viðbót í hvíld á milli leikja.

„Enska úrvalsdeildin tekst ekki á við vandamálin. Ekki leikjaplanið, ekki dómarana."

„Ég vil minna ykkur á því að ég lagði mjög hart að mér ásamt David Dean (þáverandi varaformanni Arsenal) fyrir mörgum árum til að gera dómara að atvinnumönnum. Því miður hafa gæði þeirra ekki farið upp á við."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner