Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 02. janúar 2018 16:49
Elvar Geir Magnússon
Kongolo kominn til Huddersfield (Staðfest)
Kemur á lánssamningi
Terrence Kongolo kom til Mónakó frá Feyenoord þar sem hann varð Hollandsmeistari á síðasta ári.
Terrence Kongolo kom til Mónakó frá Feyenoord þar sem hann varð Hollandsmeistari á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Huddersfield hefur fengið varnarmanninn Terence Kongolo frá Mónakó á lánssamningi.

David Wagner, stjóri Huddersfield, vill auka möguleika sína varnarlega og Kongolo er orðinn löglegur fyrir bikarleik gegn Bolton á laugardaginn.

Kongolo er 23 ára en hann kom til Mónakó frá hollenska félaginu Feyenoord í sumar fyrir 15 milljónir evra.

Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Holland og hefur spilað sex leiki fyrir Mónakó á þessu tímabili, flesta sem vinstri bakvörður.

Huddersfield er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner