fös 05. janúar 2018 15:15
Elvar Geir Magnússon
Conte segir að Mourinho glími við minnistap
Antonio Conte skýtur til baka á Mourinho.
Antonio Conte skýtur til baka á Mourinho.
Mynd: Getty Images
Skotin ganga á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Manchester United. Antonio Conte segir að Jose Mourinho sé að glíma við minnistap.

Mourinho sagði í gær að hann þyrfti ekki að „hegða sér eins og trúður á hliðarlínunni" til að sína ástríðu sína. Var hann líklega að beina orðum sínum að Conte sem er ansi líflegur á hliðarlínunni.

Conte minnti Mourinho á það á fréttamannafundi í dag að hann hafi sjálfur verið ansi skrautlegur í leikjum á yngri árum. Mourinho renndi sér t.d. á hnjánum á Old Trafford 2004 til að fagna sigri Porto á Manchester United.

„Ég tel að hann þurfi að horfa á sig í fortíðinni - Kannski var hann að tala um sjálfan sig? Fólk á það til að gleyma því sem það sagði eða gerði áður. Á ítölsku kallast þetta demenza senile (minnistap), þegar þú manst ekki liðna hluti," sagði Conte.

Conte tjáði sig einnig um Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem sagði fyrr í dag ða Eden Hazard hefði átt að fá áminningu fyrir dýfu þegar hann krækti í víti í 2-2 jafntefli Lundúnaliðanna á miðvikudaginn.

„Ef Arsene Wenger myndi horfa á leikinn aftur myndi hann sjá að hann var heppinn með ákvarðanir dómarana í leiknum. Það er furðulegt þegar aðrir stjórar tala um mína leikmenn. Þú verður að sýna virðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner