Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   sun 07. janúar 2018 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal.com 
Berbatov segir ekki mikið utan vallar í Indlandi
Mynd: Getty Images
Berbatov er fyrrum leikmaður Manchester United.
Berbatov er fyrrum leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov er ekki duglegur að stunda félagslega þáttinn hjá Kerala Blasters í Indlandi.

Frá þessu hafa tveir ungir leikmenn liðsins, Prasanth Karuthadathkuni og Sujit, sagt frá. Þeir segja Berbatov hljóðlátan utan vallar, hann tali eiginlega ekkert við aðra leikmenn.

„Hann heilsar bara, annars blandar hann ekki geði eins og hinir útlendingarnir í hópnum. Ef við spyrjum hann að einhverju, þá fáum við kannski svar, annað ekki," sögðu þeir.

Berbatov er fyrrum leikmaður Manchester United en hjá Kerala Blasters hitti hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Wes Brown. Samkvæmt tvímenningunum er Wes Brown opnari.

„(Wes) Brown er mjög vingjarnlegur. Við getum deilt öllu með honum. Hann er fyndinn og vingjarnlegur."

Hinn 36 ára gamli Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu Búlgaríu en hann fór í ensku úrvalsdeildina 2006 þegar hann gekk í raðir Tottenham frá Bayer Leverkusen.

United keypti hann á 30,75 milljónir punda en hann vann enska meistaratitilinn tvívegis með félaginu, annað árið sem markakóngur deildarinnar. Þá vann hann einnig deildabikarinn.

Eftir veruna hjá United fór Berbatov til Fulham, Mónakó og svo PAOK Saloniki í Grikklandi.

Fyrr í dag greint frá því að Hermann Hreiðarsson væri á leið til Kerala Blasters. Hann er að fara þangað til að gerast aðstoðarmaður David James sem tók á dögunum við sem þjálfari liðsins.

Það verður spennandi að sjá hvernig Hermann og Berbatov munu koma til með að ná saman.

Hermann sem þjálfaði síðast kvennalið Fylkis á að hjálpa David James að snúa við gengi Kerala Blasters sem er í áttunda sæti af tíu liðum í deildinni eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner