fim 11. janúar 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Hólmbert að ganga í raðir Álasunds
Hólmbert skoraði ellefu mörk í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Hólmbert skoraði ellefu mörk í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Stjörnunnar, er á leið til norska félagsins Álasund.

Félögin hafa verið í viðræðum að undanförnu og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þau nú náð samkomulagi.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hólmberts, staðfesti að viðræður séu í gangi en hann vildi ekki staðfesta að félögin hafi náð saman. Fótbolti.net hefur hins vegar heimildir fyrir því að samkomulag liggi fyrir.

Hinn 24 ára gamli Hólmbert gengur því væntanlega frá samningum við Álasund á næstu dögum.

Álasund féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Hólmbert verður fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. Hjá liðinu eru fyrir þeir Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arnarsson og Daníel Leó Grétarsson.

Sandefjord var á eftir Hólmberti undir lok síðasta árs en gat ekki komist að samkomulagi við Stjörnuna um kaupverð. Lars Bohinen, fyrrum þjálfari Sandefjord, var að taka við Álasundi og hann ákvað að ganga frá kaupum á Hólmberti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner