Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. janúar 2018 13:42
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Albert maður leiksins
Icelandair
Albert var maður leiksins.
Albert var maður leiksins.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Ísland áti ekki í vandræðum með úrvalslið Indónesíu í vináttuleik í dag en lokatölur urðu 6-0. Sex leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik og sex leikmenn skoruðu sitt fyrsta landsliðsmark.



Frederik Schram 7
Hafði afskaplega lítið að gera en leysti vel úr sínum verkefnum.

Viðar Ari Jónsson 7
Skilaði sínu varnarlega og reyndi að taka þátt í sóknarleiknum.

Hjörtur Hermannsson 8
Öflugur í vörninni. Kórónaði góðan leik með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Hólmar Örn Eyjólfsson 7
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Tók við fyrirliðabandinu þegar Ólafur Ingi fór af velli.

Böðvar Böðvarsson 7 (´71)
Duglegur að koma upp og taka þátt í sóknarleiknum. Átti fyrirgjöfina sem skapaði vítaspyrnu snemma leiks.

Mikael Neville Anderson 7 (´63)
Sýndi ágætis takta. Var nálægt því að skora um miðbik fyrri hálfleiks.

Ólafur Ingi Skúlason 7 (´68)
Fyrirliði í dag. Skilaði ágætis dagsverki á miðjunni.

Samúel Kári Friðjónsson 7
Duglegur á miðjunni. Fékk gott færi til að skora í fyrri hálfleik en klikkaði.

Arnór Ingvi Traustason 7 (´68)
Barðist vel og lagði upp annað markið með góðri aukaspyrnu. Reyndi nokkur skot að marki en gekk illa að hitta rammann.

Albert Guðmundsson 9
Maður leiksins. Fiskaði vítaspyrnu og átti þátt í fjórum mörkum.
Var óheppinn að skora ekki sjálfur en hann átti sláarskot auk þess sem bjargað var á línu frá honum.

Andri Rúnar Bjarnason 8 (´46)
Andri klikkaði á víti snemma leiks en lét það ekki á sig fá. Skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu og barðist vel.

Varamenn

Anton Ari Einarsson 7 (´46)
Átti eina góða vörslu í síðari hálfleik. Öruggur í sínum aðgerðum.

Kristján Flóki Finnbogason 7 (´46)
Kom inn á í hálfleik og stimplaði sig strax inn með fínu skallamarki.

Óttar Magnús Karlsson 8 (´63)
Opnaði markareikning sinn með landsliðinu með glæsilegu marki.

Hilmar Árni Halldórsson 7 (´68)
Spilaði sinn fyrsta landsleik og gerði vel.

Tryggvi Hrafn Haraldsson 7 (´68)
Skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í sinni fyrstu snertingu.

Felix Örn Friðriksson (´71)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner