Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 12. janúar 2018 20:59
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Böðvar í Breiðablik (Staðfest)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Böðvar Guðjónsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Breiðabliki en hann kemur til félagsins frá ÍA.

Guðmundur hefur æft með Blikum að undanförnu auk þess sem hann kom við sögu með liðinu í Bose mótinu fyrir áramót

Hinn 28 ára gamli Guðmundur hefur aðallega leikið á miðjunni undanfarin ár en hann hefur einnig spilað í vörninni á ferli sínum.

Guðmundur er uppalinn hjá ÍA en fyrir tímabilið 2013 fór hann í Fjölni þar sem hann lék undir stjórn Ágústs Gylfasonar sem er núverandi þjálfari Breiðabliks. Guðmundur spilaði í Grafarvoginum þar til um mitt sumar 2016 þegar hann gekk aftur í raðir ÍA.

Í sumar spilaði Guðmundur tíu leiki þegar ÍA féll úr Pepsi-deildinni en hann missti af fyrri hluta móts vegna meiðsla. Samtals hefur Guðmundur skorað fimm mörk í 182 deildar og bikarleikjum á ferlinum.

Breiðablik hefur leik í Fótbolta.net mótinu á morgun þegar liðið mætir Stjörnunni í Kórnum klukkan 12:30.

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá ÍBV
Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá ÍA
Jonathan Hendrickx frá Leixoes

Farnir:
Dino Dolmagic
Ernir Bjarnason í Leikni R.
Kristinn Jónsson í KR
Martin Lund Pedersen í Næsby
Sólon Breki Leifsson í Vestra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner