Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. janúar 2018 21:39
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Reykjavíkurmótið: Fylkir hafði betur gegn Val
Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fylki í kvöld.
Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fylki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Valur 1 - 3 Fylkir
0-1 Oddur Ingi Guðmundsson ('16)
0-2 Hákon Ingi Jónsson ('36)
1-2 Einar Karl Ingvarsson ('84)
1-3 Ragnar Bragi Sveinsson ('90)

Valur og Fylkir mættust í kvöld í A-riðli Reykjavíkurmóts karla þar sem fjögur mörk voru skoruð, leikurinn fór fram í Egilshöll.

Oddur Ingi Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu, og Fylkir komið með forystuna.

Níu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Hákon Ingi Jónsson annað mark Fylkis í leiknum og staðan 2-0 í hálfleik.

Einar Karl Ingvarsson minnkaði muninn sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma en Ragnar Bragi Sveinsson gerði út um vonir Vals manna um að jafna með þriðja marki Fylkis undir lok leiks.

Fylkir er þar með komið á toppinn í A-riðli en Fjölnir getur endurheimt toppsætið á eftir en leikur þeirra við ÍR hófst núna klukkan 21:00. Valsmenn hafa tapað báðum leikjum sínum en þeir eru ríkjandi Reykjavíkurmeistarar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner