fös 12. janúar 2018 22:25
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Diego Jóhannesson lék allan leikinn í jafntefli
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rayo Vallecano 2-2 Real Oviedo
1-0 A. Domínguez ('24)
1-1 Christian Fernández ('40)
1-2 Carlos Hernández ('49)
2-2 Oscar Trejo, vítaspyrna ('82)
Rautt spjald: Emiliano Velazquez ('72, Rayo Vallecano)

Diego Jóhannesson lék allan leikinn í vörn Real Oviedo þegar þeir heimsóttu Rayo Vallecano í spænsku annari deildinni í kvöld.

A. Domínguez kom Rayo Vallecano yfir á 24 mínútu en gestunum tókst að jafna fyrir lok fyrri hálfleik, þar var að verki C. Fernández.

Í upphafi síðari hálfleiks tóku gestirnir forystuna þegar C. Hernandez skoraði, Oscar Trejo jafnaði svo metin þegar lítið var eftir af leiknum og niðurstaðan, 2-2 jafntefli.

Real Oviedo lið Diego Jóhannessonar er í þriðja sæti í spænsku 2. deildinni, þremur stigum á eftir toppliði Huesca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner