Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 13. janúar 2018 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður í gangi um Naby Keita - Ekkert samkomulag enn
Mynd: Getty Images
Heimildir Sky Sports herma að miðjumaðurinn Naby Keita gæti verið á leið til Liverpool á næstu dögum. Samkvæmt Sky er Liverpool í viðræðum við RB Leipzig en ekkert samkomulag er í höfn.

Fréttamiðlar í Þýskalandi sögðu í gær að Keita myndi mögulega spila sinn síðasta leik fyrir Leipzig í dag gegn Schalke, hann myndi síðan gerast leikmaður Liverpool á sunnudag.

Liverpool gekk frá kaupum á Keita í ágúst síðastliðnum fyrir 66,4 milljónir punda. Samið var um að hann myndi klára þetta tímabil í Þýskalandi og fara til Liverpool næsta sumar.

Nú vill Liverpool hins vegar fá hann fyrr eftir að Philippe Coutinho var seldur til Barcelona. Það er hins vegar spurning hvort það gangi upp þar sem Leipzig vill alls ekki missa hann núna. Forráðamenn Leipzig hafa ítrekað sagt að Keita sé ekki á förum strax, en í fótboltaheiminum er ekki hægt að taka mark á öllu sem sagt er.

Hinn 22 ára gamli Keita hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum fyrir Leipzig á tímabilinu.

Sjá einnig:
Misvísandi fréttir um Naby Keita
Athugasemdir
banner
banner
banner