lau 13. janúar 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Asprilla: Ég hefði kostað 200 milljónir í dag
Mynd: Getty Images
Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

Asprilla er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle en hann lék einnig með Parma og fleiri liðum.

Asprilla, sem lék 57 landsleiki fyrir Kólumbíu og skoraði 20 mörk, er í viðtali hjá Tuttomercatoweb í dag þar sem hann ræðir tíma sinn hjá Parma en hann spilaði tvisvar með liðinu. Fyrst frá 1992 til 1996 og síðan frá 1998 til 1999.

Í viðtalinu er hann m.a. spurður að því ef hann væri leikmaður í dag, hvað hann myndi kosta á þessu uppblásna markaði.

„Hvað kostaði Neymar, 200 milljónir? Það hljómar rétt," sagði þessi skrautlegi karakter.
Athugasemdir
banner
banner
banner