Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 13. janúar 2018 13:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri mættu að sjá Yerry Mina en Coutinho
Yerry Mina var kynntur á Nývangi í dag. Margir Kólumbíumenn mættu til að sjá sinn mann.
Yerry Mina var kynntur á Nývangi í dag. Margir Kólumbíumenn mættu til að sjá sinn mann.
Mynd: Getty Images
Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Barcelona. Stuðningsmenn fengu að sjá hann í fyrsta skipti á Nývangi í dag eftir félagsskipti hans frá Palmeiras.

Hann kemur til með að fylla það skarð sem Javier Mascherano skilur eftir sig, en Mascherano er á förum til Kína.

Mina er tæpir tveir metrar á hæð og hefur verið einn besti varnarmaður brasilísku deildarinnar undanfarin ár.

Mina var eins og áður segir kynntur til leiks hjá Barcelona í dag en hefðin hjá Börsungum er sú að þegar nýr leikmaður er kynntur þá fer hann inn á Nývang og leikur listir sínar með boltann.

Mina gerði það. Hann gekk berfættur inn á völlinn og sýndi takta fyrir framan spennta áhorfendur.

Kólumbíumenn fjölmenntu á Nývang til að sjá sinn mann en um 8500 mættu á völlinn í dag. Það eru fleiri en mættu til að sjá Philippe Coutinho þegar hann var kynntur á mánudaginn síðasta.

Það ber þó að taka fram að Coutinho var kynntur á virkum degi á meðan Mina var kynntur í dag, á laugardegi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner