lau 13. janúar 2018 18:14
Ingólfur Stefánsson
Conte: Margir leikmenn orðnir þreyttir
Mynd: GettyImages
Chelsea og Leicester gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leicester hefðu auðveldlega getað stolið sigrinum. Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð án sigurs hjá lærisveinum Antonio Conte.

„Við spiluðum góðum leikmönnum gegn Arsenal og svo aftur í dag gegn mjög góðu liði Leicester. Ég held að margir af leikmönnum mínum séu þreyttir."

„Í fyrri hálfleik hlupu þeir meira en við og spiluðu betur. Við vissum að við vorum að mæta góðu liði, mögulega því versta á þessum tímapunkti fyrir okkur. Við áttum í erfiðleikum."

Alvaro Morata hefur verið gagnrýndur undanfarið og fann sig alls ekki í leiknum í dag. Conte kennir honum þó ekki um markaleysið.

„Þetta er ekki einungis hans vandamál. Til þess að skora mörk þarf að skapa færi og við erum ekki að gera það. Við höldum allaveganna hreinu."

Gary Cahill fór meiddur af velli á 33. mínútu leiksins. Conte telur að meiðslin séu ekki alvarleg.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner